fimmtudagur, október 27, 2005

Kjallari eilífra möguleika

Já, það er rétt. Kjallarinn minn er ótrúlegur. Hann er eins og í þarna gamla jóladagatalinu, með leyni-inngöngum, gömlum vitringum sem gefa heillaráð og hlutum sem skjóta neistum.

Og ég er ekki að grínast.


Ég átti frábæra stund með sjálfri mér þegar ég steig þangað þiður fyrir nokkrum dögum. Þegar ég var komin gegnum kóngulóavefina og sementklumpana blasti gamli góði Sonic við mér. Hann Sonic vann ég í tívolíi þegar ég var 6 ára. Þetta var hafnartívolíið og ég var nýbúin að kasta upp. Pabbi ákvað að reyna að gleðja mig með því að vinna handa mér bangsa. Og úrvalið var ekkert smá, þeir héngu þarna eins og dæmdir syndgarar á hringsúlu sem snerist. Hver öðrum sællegri og feitari. Súlan snerist í nokkra hringi þegar ég kom auga á þennan bláa. Þennan bláa og skrýtna. Áður en ég vissi var ég komin með hann í hendurnar og á leiðinni heim í volvonum. Nóttina eftir komst ég að því að þessi bangsi var djöfullinn í líki bómuls og flauelsefnis. Hann starði á mig frá horninu bakvið skápinn, allir útlimir hans máttlausir og hausinn hékk til hliðar. Og hann starði.
Daginn eftir reif ég hvítu plastaugun af honum. Hann sá mig ekki lengur. En mér var samt illa við hann áfram (döh..mega ógó gaur) og henti honum niður í geymslu. Og hérna er hann! voilá. Kominn aftur uppí herbergi. Og viti menn, ég held ég sé komin yfir hræðsluna. Super Sonic.
Eftir að hafa fundið þennan bláa hlunk leitaði ég lengra. Ég fann risastórt saumabox með hólfum, eldgamalt rafmagnstrommusett, 80´s 4 life snjóskó, gamla nintendo 64 leiki, pallíettuhanska, jólasel (já...sel), og dýratöskuna mína (úr muppet show). Og svo beið mín gersemin. Í rykugum kassa lengst lengst útí horni þar sem aðeins eitthvað ógeðslegt er, sat þessi sykursæta Canon AE-1 myndavél, og bara beið eftir að ég kæmi. Ég las alveg helling um hana á netinu og þessar myndavélar voru sko það heitasta af heitu árið 1970. Krímoffdakropp.

Sjáið feegurðina her

niiice


miðvikudagur, október 26, 2005

Natsí gurls

katín. stofnum hljómsveit þar sem við spilum á fiðlur og syngjum um það hvað við fáum mikinn sting í hjartað þegar við sjáum rauða fánann í berlín og köllum sovétríkin beasts og eignumst afa sem er nasisti.
ég er megatil í það.

ég veit ekki í hvaða skipti ég sit á prikinu og þarf að æla yfir því hvað ég nenni ekki að skríða aftur uppí skóla. ég gerði samt ekkert smá fyndið slide show í gær. ég get hresst mig við það. ég skrifaði um örugglega allt annað en Hreiðars þátt heimska.

pæliði í að vera útfararstjóri...
og deyja

geðveikur bömmer.

mánudagur, október 24, 2005

COCALOCA

Hæ ég heiti ása og ég fór á airwaves.
Hátíðin var mjög viðburðarík og ég hef ákveðið að taka dæmi.

- Barði bang gang beit katrínu. fast
- ég, raggi og sig redduðum okkur press pössum.
- ég, raggi og sig náðum að týna press pössunum.
- ég fann tvífara minn. hún heitir ása og er dökkhærð.
- ég týndi skónum mínum og braut á mér tær.
- ég fór á dansgólfið ber til fóta.
- ég og kat sungum
cocaloca.
- roskinn maður í skotapilsi gaf mér vindil.
- ég og sól urðum bestu vinir dyravarðanna.
- ég og maría klifruðum uppá járnnautið á efri hæð nasa.
- breki og sól dóu. úr hlátri
- ég og katrín áttum gólfið þegar ratatat stigu á svið.
- það tók mig og ragga 25 mínútur að opna kampavínsflösku.
- sól missti sig.
- ég hitti ratatat gaurinn við barinn.
- hann vildi ekki tala við mig.
- ég var í skikkju alla laugardagsnóttina.
- siggi krádsörfaði. með grímuna mína.
- ég, kristín og breki sleiktum frosið gras á austurvelli.
- ég fór í afturábakkollhnís. lofa
- ég, maría og þórdís eyðilögðum vegg á nasa.
- það hélt einhver á mér upp stiga.
- ég fékk glimmer uppí nefið.
- ég missti af fullt af sveitum.
- stelpa frá berlín reyndi að gera hanakamb í hárið mitt.

og í dag er ég megafúl.
Airwaves er búið og hér sit ég. Ein í horni í húsi.
Ekkert lyftir mér upp nema þessu mynd->
Þórdís

Svo týndi ég líka annarri kápunni minni í röð um helgina. Vaknaði í morgun og komst að því að ég átti enga yfirhöfn. Eftir um fimmtán mínútur af örvæntingafullum andvörpum fyrir framan fataskápinn fann ég lausn.

Afhverju ertu í skikkju vilborg?
- Þegiði.

Ég og katrín reyndum að hressa okkur upp frá fráhvarfseinkennum airwaves og fórum í kvennadagsgönguna. Þetta var eins og vandræðalegt jólaboð sinnum milljón. Frábær málstaður auðvitað og tími til kominn að gera eitthvað, en gátu ekki einhverjar aðrar mætt en allar gömlu frænkur manns. Ég sá engan kvenmann undir þrítugu. Fyrir utan katrínu. Þannig að við fórum og keyptum okkur snakk. Bugles með ostabragði til að vera nákvæmari.mmm. ostabragð.

Ég ætla að fara í ræktina. djók

fimmtudagur, október 20, 2005

ég er satan

Í dag varð ég næstum fyrir bíl.
Akkurat þá ákvað ég að byrja að blogga á ný.


fimmtudagur, maí 05, 2005

Komdu með mér OJ afturábak-framávið.


Ég uppgötvaði um daginn að ég er ógeðsleg.

Mamma
Vilborg Ása, taktu til í herberginu þínu það er eitthvað að MYGLA
Vilborg ása
nei sko, þetta er bara einhver ávöxtur í ruslinu
Mamma
oj.is

Þá. uppgötvaði ég. það. ókei?
svo varð ég smá brún í dag. Ég hata þegar ég verð brún.
en hey DOWN IS THE NEW UP
Ég er hætt að vera einhver blogger.html/cool
Myspace er nýja tendrið 4 life
ég er með risastóra drápseðlu sem er að stunda mök og eignast fullt a litlum drápseðluungum .... í maganum mínum og henni finnst ógeðslega gaman að bíta í mig um leið og hún eðlar sig. OJ OJ OJ
Sálin frelsast aðeins ef andinn sigrar holdið, þ.e. syndina.LAG - academiceducationassociation-vilborgsucks


laugardagur, apríl 30, 2005

Ég brosa á þig

Ég og feita systir mín horfðum á fréttir áðan:

Rúmlega þrítugur karlmaður hljóp um Írak með tímasprengju fasta við bak sitt. Hann stökk fram af brú í austur bangdad og sprengjan sprakk í fallinu. Fjöldi manns særðust en aðeins árásarmaðurinn lét lífið.

Tvær konur klæddar kuflum í Írak hufu skothríð á tvær ferðamannarútur í bangdad. Þær höfðu komið fyrir sprengjuefni í rútunum. En þær hittu ekki rúturnar og hófst þá mikil skothríð milli kvennanna tveggja og lögreglu. Það endaði með því að önnur konan skaut hina, og loks sig sjálfa í höfuðið. Þetta er í fyrsta skiptið sem kvenmenn hefja hryðjuverk af þessu tagi.

.. Frábært.

Lag-
Nýja Coldplay lagið.fimmtudagur, apríl 21, 2005

I still have last night in my bodeeiah

Um síðara leiti liðinnar viku var ég með hita. Það var ógeðslega gaman afþví að undirritaður verður aldrei veik..ur. Það var kannski hiti í bland við þynnku. Sem var því mun betra. Hitaþynnka. Sveitt hitaþynnka. Ógeðsleg setning. Ég var samt hvorki sveitt né eitthvað líkamlega veik þar sem var bara hæstánægð með veikindi mín. Svo datt ég líka allhroðalega niður þessa fáu sita er í húsi mínu sitja. Þarna við miðbik hússins, dvelja þar gömul og valdamikil þrep, móttækileg fyrir hvers kyns fallkrafti. Því miður varð mér samt illt í vinstri sköflungi.

En þegar talað er um líkamlega áverka eða hreyfingu, þá er vert að minnast á síðasta miðvikudagskvöld. Sem olli um 50% veikinda minna morguninn eftir. Þá var matarboð og Gus Gus. Sem er góð blanda. Jonzy Panzy tók á móti okkur í svuntu sem bar bókstafina "Dressed to Grill" sem ég veitti þó ekki eftirtekt fyrr en ég skoðaði myndir tveimur dögum síðar. Við borðuðum langt fram á kvöld og héldum til Sól. Þar var meira um manninn og allir útá svölum í fallega, stóra og sandblásna húsinu hennar. Sem er úr gulli NB. Svo gusgus. Og þá varð allt ógeðslega sveitt. Þá sérstaklega Kat. iugh.
Hér eru nokkrar staðnaðar hreyfingar manna viðkomandi kvöld.

Og tvær af mér uppí sveit (:
Já. Ég fór svo uppí sveit á fjölskyldufund. Það var gaman.
Ég er í skólanum. Skrýtið hvað maður getur mætt dag eftir dag, og mætt í tíma stund eftir stund. Og verið í tímanum mínútu eftir mínútu.. án þess að.. gera það ekki. Á ári eru það eitt þúsund-eitthundraðsextíuogfimm, komma sirka sjö-einn-fjórir-tveir klukkutímar. Það eru sextíu og níu þúsund, níuhundruðfjörutíuog tveir, komma áttahundruðfimmtíuog tvær mínútur. Sem eru um fimm milljónir sekúndna.
Pæliðí öllu öðru sem við gætum gert. Við gætum verið landkönnuðir, skipstjórar, riddarar, geimfarar, átt loftbelg!
Ég myndi vilja vera riddari. Ég er farin í eðlisfræði. Au revoir.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Napoleon Dynamite

Í gær fór ég í bíó. Ég sá bestu mynd í heimi. Hún heitir Napoleon Dynamite. Skrýtið hvað hægt er að hlæja mikið af einhverju sem er ekki svo fyndið.
En þið eruð

ef þið sjáið hana ekki.
Ah ég er svo svöl að ég bara skil mig eiginlega ekki sjálf.
Myndin er bara svo frábær.


Svo er napoleon rosa handsome í ríl lævinu.Svona. Það getur enginn leikið jafn mikinn lúða eins og þennan karakter nema vera ekkert smá hip og kúl í alvörunni. Úlfi finnst það líka sko.
Í gær sofnaði ég í öllum fötunum mínum. Mér var svo heitt þegar ég vaknaði að ég vildi eiginlega bara deyja og öskra og rífast ógeðslega mikið. En í staðinn fór ég bara í sturtu. Svo missti ég af allskonar viðburðum um helgina en er eiginlega bara sama. Mig langaði til að sjá músíktilrauna strákana í Jeikobinarine í gærkvöldi en nennti ekki. Mig langaði til að sjá akureyrarpakkið á fimmtudaginn en ég nennti ekki. Mig langaði til að klára (nb: klára) Trabant tónleikana á föstudaginn en ég gat ekki (nb: gat ekki). Mig langaði á Akureyri en vildi það ekki. Mig langaði líka til japan en ég finn það ekki. Það mætti segja að ég sé óvirk stundum.
En það verð ég ekki þann 27. júní kl 09:00. Nei. Þá fer ég í flugvél.


Ég óska þess að ég fari ekki einhent.
Það er engin hægri hendi án þeirrar vinstri.
Engin Ace án Kat.
Neei.